Í gegnum aldirnar hafa menn spilað alls kyns spil. Sum þeirra eru fast mótuð og óbreytanleg, öldum saman, eins og backgammon, slönguspilið og skák. Sum spila taka einhverjum breytingum og þróast aðeins með tímanum. Svo eru dæmi um vel þekkt spil og þrautir sem eru auðmótanleg og geta lagað sig að alls konar mismunandi viðfangsefni. Þetta ættum við að færa okkur í nyt.

Tökum krossgátur sem dæmi. Þær er hægt að búa til um hvaða viðfangsefni sem er. Sama gildir um orðasúpurnar sívinsælu. Gaman er að fylgja námsefni með léttum þrautum eða leik sem meðhöndlar efnið sem verið er að kenna. Til er fjöldinn allur af vefsíðum sem hjálpa notendum að búa til sínar eigin krossgátur og orðasúpur út frá því orðasafni sem verið er að vinna með.

Veiðimann þekkja allir eins og hann er spilaður með hefðbundnum spilastokki. Hann hefur verið gefinn út sem sérstakt spil með fisktegundum og sem vinalegt barnaspil með ýmsum fígúrum. Grunnhugmyndin er hins vegar vinsæl undir öðru nafni víða um heim sem Quartet. Það spil er tilvalið að nota til að vinna með efnisflokka með fjórum mismunandi myndum, sem einnig er hægt að búa til á netinu og fá sent heim til sín (eða búa til sjálfur í skólanum). Sama gildir um upplýsingaspilið Top Trumps. Slagorð þeirra er mjög lýsandi fyrir aðlögunarhæfni spilsins: “Whatever you are into, so are we!” . Spilið gengur einmitt út á að bera saman ýmsa eiginleika fyrirbæra á spjöldum og viðfangsefnið getur verið nánast hvað sem er.

Bingó (sem stundum er kallað Lotto) er að sama skapi hægt að leika sér með á alla hugsanlega vegu sem grunn að fjörugri hópskemmtun. Það sama á við um Samstæðuspil (oft kallað Memory). Þau eru líka augljóslega mjög aðlögunarhæf enda er með þeim er hægt að handleika hvaða þema sem er og spjalla rólega um myndirnar á sama tíma. Þessi spil geta hins vegar orðið ennþá áhugaverðari (sjá Samstæðuspil fyrir neðan). Fleiri spil má telja, eins og gæsaspilið klassíska, sem hægt er að breyta í alls kyns borðspil (til dæmis með stríðsþema, landaþema eða ævintýraþema), svo ekki sé minnst á Monopoly (Matador) sem til er í alls kyns útgáfum sem helgaðar eru ýmsum borgum heims.

Hér fyrir neðan eru nokkrar hugleiðingar um hvað hvernig hægt er að leika sér með þessi spil og búa til ögrandi og áhugaverðar útgáfur af þeim sem henta nemendum á ýmsum aldri.

Atriði sem á eftir að tengja:
Bingo
Gettu hver?
Gæsaspilið/slönguspilið
Krossgátur og orðasúpur