Margslungin samskiptaspil

Það er börnunum nauðsynlegt að eiga í krafmiklum og örvandi samskiptum í skólanum. Sumir leikir eru hannaðir til þess að láta reyna á innsæið, þar sem nemendur þurfa að ráða í vísbendingar eða leika sér að því að blekkja hver annan. Hér eru nokkrir slíkir ásamt einfaldri lýsingu á þeim.

Dixit er mjög myndrænt spil þar sem keppendur fá í hendur nokkur spil með mjög táknrænum en óræðum myndum. Sá sem á leik hverju sinni (sem kallast sögumaður) lætur frá sér spil og útskýrir með “hugtaki” og snýr því á hvolf. Aðrir keppendur skoða sín eigin spil og láta út það spil sem þeir tengja við hugtakið (og láta líka út á hvolfi). Takmerkið er, þegar öllu er snúið við, að átta sig á því hvaða hvaða spil tilheyrði sögumanni og láta spil hinna ekki trufla sig. Spilið reynir mikið á innsæi og hugmyndaflug.

Fun Facts gengur út á að giska á staðsetja sig út frá eigin reynslu eða smekk á einhvers konar talnalínu (út frá alls konar skemmilegum upplýsingum) og reyna síðan að giska á hver er með hæsta og lægsta gildið án þess að sjá tölur hinna. Þetta er samvinnuspil þar sem keppendur spegla sig hver í öðrum.

So Clover er vísbendingaleikur sem tekur um það bil hálftíma að spila og gengur út á að raða saman hugtökum á sérstökum spjöldum (sem hvert um sig geyma fjögur hugtök) og raða á sérstakt spjald (fjögurra blaða smára) skrifa til hliðar annað hugtak sem tengir þau saman. Leikurinn gengur út á að hinir keppendur reyni að raða þeim aftur með sama hætti – eftir að fimmta spilið (sem ruglar alla í ríminu) hefur bæst við. Geggjaður ályktunarleikur sem reynir á hugatakaskilning.

Codenames er samvinnuspil þar sem keppendur vinna saman að því að koma auga á njósnara með vísbendingum. Njósnarar eru staðsettir á reitum sem eru merktir með hugtökum og sá sem stýrir ferðinni þarf að notast við hugtak sem kemur hinum á bragðið en gæta sérstaklega að því að enginn rati óvart á svarta reitinn – dauðann. Leikurinn þarf eitt eða tvö rennsli til að menn átti sig á honum en eftir það er hann einfaldur. Tekur um 15 – 30 mínútur að spila.

Werewolf (eða “Varúlfur”) er hópspil þar sem keppendur þurfa helst að vera um 8 talsins. Því fleiri því betra. Einnig er mikilvægt að leikstjórnandi sé vanur. Eftir það er leikurinn léttur. Hver keppandi fær úthlutað leynilegu hlutverki (sem almennur þorpsbúi, sem sjáandi, tvíburi og svo framvegis) og einhver (einn til fjórir, eftir fjölda þátttakenda) er varúlfur. Hver lota er skilgreind sem “ein nótt” og varúlfar drepa á hverri nóttu einn aðila í þorpinu. Hinir eiga að tala saman um það hver það sé sem gæti hafa framið glæpinn. Mjög mikið samvinnu- og samskiptaspil sem býður upp á blekkingar og leikræna tilburði.

Önnur spil sem geta fallið undir skilgreininguna “Samskiptaspil” eru:

Alias og Just One (sjá “Tungumálaleikir”)

Partners (sjá “Önnur borðspil”)