Einföld rökfræðispil
Sumir leikir eru til þess fallnir að fá mann til að hugsa djúpt og kryfja hugtök til mergjar. Þeir fá mann til að sortera, raða og beita útilokunaraðferðinni til að finna lausn. Hér undir er stutt lýsing á nokkrum þeirra og í kjölfarið er vísað á enn fleiri (enda eru reyna mjög margir leikir á hugsun með ýmsu móti)
Set er eitt besta rökfræðispil allra tíma. Það gengur út á að finna þrjú spil sem passa saman (svokallað “sett”) að því leyti að þau eru “öll ólík” eða “alveg eins” á fjóra mismunandi vegu. Spilin geta verið ólík eða eins að forminu til (pilla, hneta eða tígull), hvað fjölda varðar (eitt, tvö eða þrjú), á litinn (rautt, grænt eða blátt) eða að fyllingunni til (tómt, fullt eða hálfgagnsætt). Ef tvö spil eru eins en það þriðja ólíkt að einhverjum eiginleika til gengur settið en ekki upp. Spilið reynir á margþætta rökhugsun samtímis.
Master Mind er algjör klassík og reynir á þögula djúphugsun. Tveir keppendur etja kappi. Annar leggur litaþraut fyrir hinn á meðan hinn reynir að giska á rétta röð litanna. Hann fær bara óljósar vísbendingar til baka: svart fyrir hvern þann lit sem er hluti af seríunni en ekki á réttum stað og hvítt fyrir hvern lit sem er með og er á réttum stað. Gallinn er sá að það má ekki segja nákvæmlega til um hver litanna er hvað. Reynir gríðarlega á rökhugsun þar sem útilokunaraðferð er óspart beitt til að knýja fram rétt svar.
Guess Who? (Hver er maðurinn?) Þetta spil er byggt á klassískum spurningaleik sem líka er hægt að spila munnlega. Sem slíkur (eða á blaði) reynir leikurinn töluvert á rökhugsun. Þessi útgáfa er hins vegar einfaldari og er mjög vinsæl í þessu þægilega felligluggaformi. Krakkarnir hafa mjög gaman af því að fella niður glugga þeirra andlita sem ekki passa við vísbendingarnar sem hafa komið fram. Einfalt og mjög fljótspilað.
Önnur spil sem einnig reyna talsvert á rökhugsun:
Geistes (sjá “Hraðaspil”)
Tímalína (sjá “Spurningaspil”)
Taiga (sjá “Minnis- og athyglisspil”)
So Clover og Codednames (sjá “Samskiptaspil”)
Just One og Alias (sjá “Tungumálaspil”)
