Spil og leikir í kennslustofunni

Spil og leikir henta misvel í hefðbundinni kennslustofu. Þau þurfa að vera einföld og grípandi, ekki of erfið í uppsetningu, tiltölulega lítil umleikis og mega heldur ekki taka of langan tíma því tíminn í kennslustofunni ef oft takmarkaður. Það hjálpar að sjálfsögðu til ef kennari er með í för (sem er ekki alltaf hægt) því þá er hægt að stýra leikjum sem eru ögn meira krefjandi. Lýsingin á leikjunum er þó ekki tæmandi heldur fyrst og fremst hvetjandi. Yfirlitið er þematískt en efnislega skarast flokkarnir að sjálfsögðu örlítið.

Teningaspil: Fyrst eru það einföldustu spilin, teningaspil þar sem teningakast, með öðrum orðum heppni, ræður ríkjum. Þessi spil eru yfirleitt fljótspiluð en sum geta þó verið margslungin.

Teningaspil

Spilastokkur og spjöld: Hér eru saman komin spil sem byggjast að mestu upp á hefðbundnum spilastokki eða spjöldum og hafa þróast út í sérhæfða útgáfu af tilteknu spili og er sett fram á myndrænni og meira aðlaðandi hátt.

Leikir með spilum og spjöldum

Rýmisspil og hreyfifærnileikir: Í þessum flokki eru spil sem reyna fyrst og fremst á rýmisskynjun og hreyfifærni. Þau geta kallað fram spennu og kátínu þegar jafnvægi helst eða þegar allt hrynur.

Hreyfifærni- og rýmisspil

Athyglis- og minnisspil: Þá eru það þau spil sem skerpa athyglina og virkja minnið. Gömlu góðu samstæðuspilin eru þar í fararbroddi ásamt mörgum öðrum spilum sem reyna á minnið á margvíslegan hátt.

Athyglis- og minnisspil

Hraðaspil: Því næst koma hraðaspil en þar er oft hasar og læti. Þetta eru spilin sem best er að hafa afsíðis því erfitt eða að spila hraðaspil í hljóði.

Hraðaspil

Rökfræðispilin eru hins vegar yfirleitt róleg og krefjast meiri íhugunar.

Rökfræðileikir

Tungumála- og málörvunarspil: Þessi spil eru sannarlega rökfræðispil á sinn hátt en reyna á beitingu tungumálsins.

Tungumála- og málörvunarspil

Spurningaspil koma eðlilega í kjölfarið, þessi klassísku almennu þekkingarspil. Til er fullt af áhugaverðum útgáfum af þeim.

Spurningaleikir og þekkingarspil

Samskiptaspilin eru svo aðeins flóknari spil sem reyna á samvinnu og innsæi. Þau eru oft mjög lífleg og kalla á samvinnu eða markvissa blekkingu.

Samskiptaspil

Borðspilin koma svo að lokum. Fyrst vil ég benda á þau einföldustu sem leggja grunninn að öðrum borðspilum:

Grunnborðspil

Önnur þægileg borðspil koma svo í kjölfarið. Þau eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega einföld í uppsetningu án þess að fara út í allan þann hafsjó af úthugsuðum of flóknum spilum sem hægt er að finna á markaðnum.

Önnur margslungnari borðspil

Að lokum væri freistandi að bæta við öðrum flokkum eins og stærðfræði. Það skarast að miklu leyti á við flesta flokkana hér að ofan enda byggjast spil og leikir að miklu leyti á einhvers konar stærðfræði. Sú samantekt er ögn margslungnari og kemur því síðar.