Mitt eigið námsefni

Í gegnum tíðina hef ég tekið á móti nemendum sem hafa staðið höllum fæti í námi þar sem ég hef starfað í Brúarskóla við Dalbraut. Sú deild Brúarskóla tekur á móti nemendum af BUGL og eru þeir því oftar en ekki í ójafnvægi af ýmsum sökum. Það hefur því verið nauðsynlegt að geta sniðið námsefnið að nemendunum. Hér fyrir neðan eru nokkur þeirra spila sem ég hef búið til og hafa nýst vel. Einnig má benda á síðuna sem fjallar um Aðlögun klassískra spila að námi.

Sexhyrningaspil

Sexhyrningaspil eða „3 í röð“ fann ég í stærðfræðibók og þurfti að prufukeyra og laga til. Spilið er mjög einfalt. Það eina sem þarf að hafa til taks eru tveir teningar og mismunandi litir, einn fyrir hvern þátttakanda. Æskilegur fjöldi þátttakenda er 2-4. Leikurinn gengur út á það að ná að lita sem flesta reiti í beinni röð. Keppendur skiptast á að kasta teningunum tveimur.

Vídeó (Sendi link síðar í dag, vonandi)

PDF-skjöl (Sendi síðar í dag, vonandi)

Línuflækja

Margföldunarútgáfan

Línuflækja

Samlagningarútgáfan

Sexhyrningaspilið

Margföldunarútgáfan

Sexhyrningaspilið

Samlagningarútgafan

Línuflækjan

Þetta var lítið spil sem ég fann í kennslubók sem ég hef ekki fundið aftur. Spilið hét upprunalega Sauðaþjófurinn en ég sé ekki hvers vegna það ber þetta undarlega nafn. Spilið hef ég hins vegar kallað einfaldlega Línuflækjan. Spilið gengur út á að tengja saman tölur í kassa með litum í mismunandi litum. Keppendur kasta teningum til skiptis og margfalda (eða leggja saman, það fer eftir útgáfum) og finna þannig næstu tölu sem þarf að tengja við en vandinn er sá að það má ekki fara yfir neitt strik á leiðinni.

Vídeó (Sendi link síðar í dag, vonandi)

PDF-skjöl (Sendi síðar í dag, vonandi)

Top Trumps – EVRÓPA / BANDARÍKIN

Eins og fram hefur komið á síðunni um Top Trumps spil þá er mjög freistandi og gríðarlega fræðandi að búa til sín eigin Top Trumps bunka. Top Trumps spil eru einfaldlega upplýsingaspjöld og geta fjallað um nánast hvað sem er. Það sem ég hef helst dundað mér við að útbúa er bunki með upplýsingum um lönd Evrópu annars vegar og ríki Bandaríkjanna hins vegar. Nemendur mínir hafa haft mjög gaman af því að spyrja hvert annað út í þær upplýsingar sem þarna koma fram: Mannfjöldi, stærð, fjöldi nágrannaríkja og svo framvegis.

PDF-skjöl (Sendi síðar í dag, vonandi)

Gettu hver fáninn er?

Nemendur hafa mjög gaman af því að leika sér með spilið Gettu hver? Þessi útgáfa er einfölduð útgáfa að því leyti að hún er ekki með flettigluggum heldur er hún spiluð beint af blaði og keppendur skrá hjá sér upplýsingarnar á sérstakt blað með já og nei dálkum og halda þannig utan um allar upplýsingar.

PDF-skjöl (Sendi síðar í dag, vonandi)

Slöngulausa spilið

Að lokum er rétt að minnast á slöngulausa spilið. Eins og nafnið gefur til kynna er það slöngulaus útgáfa af slönguspilinu sem hefur þar að auki ekki að geyma neina stiga. Allar upplýsingar um það dularfulla spil er að finna á annarri síðu ásamt nánari upplýsingum um það hvernig hægt er að nálgast spilið.