Grunnborðspil með teningum
Mörg af borðspilum nútímans eiga rætur að rekja til nokkurra einfaldra spila sem mótuðust stig af stigi. Hér eru lýsingar á nokkrum sem flestir þekkja vel.
Slönguspilið er aldagamalt spil frá Indlandi. Það er litað af forlagatrú þessa forna lands því í spilinu ræður hending ein för. Teningarnir sem sagt ráða ferðinni alfarið og leikmenn lenda ýmist á slöngu (sem er ólán því hún færir mann aftur á bak) eða stiga (sem færir mann framar á spilaborðið). Takmarkið er að komast á lokareitinn (það þarf að hitta á hann, sem er hægara sagt en gert). Í spilinu er ekki hægt að beita neinni færni né herkænsku. Hins vegar er það mjög fínt til að æfa teningakast og færslu leikpeða. Í slönguspilinu eru allir jafnir.
- Slönguspilið er forveri gæsaspilsins og annarra sem komu í kjölfarið (sjá fyrir neðan) en vilji menn skoða nútímalegri útgáfu af spilinu er það fáanlegt sem „slöngulausa spilið“ hér.
Ludo (líka þekkt sem „Parcheesi“) er sáraeinfalt spil þar sem keppst er um að komast í mark, líkt og í Slönguspilinu, en hér er fylgt eftir braut sem liggur í kross og hún liggur aftur til baka á byrjunarreit. Sérstaða spilsins liggur í þessu einkennandi krossformi og því að hver keppandi hefur fjögur leikpeð og getur ráðið því hverju þeirra hann stýrir hverju sinni. Í Ludo reynir því örlítið meira á herkænsku en í slönguspilinu. Nokkrir reitir hér og það bjóða upp á stökk en annars er þetta eiginlega eins einfalt og hugsast getur.
- Ludo er fyrirmyndin að spilum eins og: Sorry!, Aggravation og Partners
Gæsaspilið er aldagamalt spil sem náði miklu vinsældum í Evrópu rétt upp úr miðöldum. Það lýsir ferðalagi inn að miðju spilsins (brautin liggur yfirleitt í spíral) og mætir fyrirstöðum eða verkefnum á leiðinni. Gangur spilsins er svipaður og í slönguspilinu en það er meiri saga í gangi og fyrirstöðurnar fjölbreyttari. Spilið hefur tekið á sig ýmsar myndir og margir hönnuðir hafa lagað þemað að boðskap samfélagsins eða samtímans. Spilið er mjög aðlögunarhæft og ætti að vera áhugavert fyrir spilahönnuði og kennara.
- Gæsaspilið er forveri þekktra spila á borð við: Monopoly (matador) og The Game of Life og alls konar þematískra spila annarra.
